Uppþembd af mat, líðandi skringilega vegna lítillar hreyfingar undanfarið, uppsöfnuð þreyta en með fallega gleði í hjartanu eftir góð jól með fólkinu mínu átti ég undur fallega endurhleðslustund í göngutúr úti í jólakvöldinu.
Enginn úti að ganga í nýföllnum snjónum.
Bara ég, trén, áin, snjórinn, fuglarnir og tunglið.
Dásamleg kyrrðin og fegurðin í myrkrinu.
Finnst nýfallinn þungur snjór alltaf svo undur fallegur.
Bjó til engil og stimplaði höndina mína í snjóinn.
Lá í snjónum og horfði upp í himininn og hlustaði á árniðinn.
Langaði að vera endalaust úti í kyrrðinni.
Leið eins og ég væri komin tilbaka, líkami, hugur og orka samstillt. Sannaðist enn og aftur að náttúran veitir mér ólýsanlega orku og gleði.