Einhvernveginn í ósköpunum datt mér í hug að vilja prófa að læra twerk. Fór í einkakennslu og fyrst fórum við í gegnum upphitunaræfingar, svo twerk hreyfingar, síðan rútínu (allar twerk teknar í ákveðinni röð með músik) og að lokum tókum við teygjur. Þetta er ótrúlega erfitt og ég greinilega frekar stirð í mjöðmum en var víst ágæt í throwback 🙂 sem er víst mjög erfitt. 

Ég var með mestu harðsperrur í heimi í 4 daga eftir þennan tíma, gat varla gengið í 2 daga. En þetta er mjög áhugavert og ég held að þetta sé holl hreyfing fyrir konur. 

Ég ætla allavega að halda áfram að æfa mig og sjá hvernig ég verð eftir 2-3 mánuði en það tekur langan tíma að þjálfa sig upp í þessu – mig allavega. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt sem manni finnst skemmtilegt.