Ég ræddi við konu um daginn, sem er heilari og hún nefndi við mig að fylgjast með því hvernig tungan væri í munninum mínum. Hún talaði um að við værum mörg með tungubroddinn meira og minna uppi í tanngómnum og það þýddi að það væri spenna í líkamanum. Tungan ætti að liggja í neðri gómi en þá væri líkaminn slakari. 

Ég er að sjálfsögðu búin að vera fylgjast með þessu hjá mér og ég var oft með hana uppi í tanngómi en núna er ég orðin miklu betri í að halda henni rólegri í neðri gómi.

Ég veit svo sem ekki hvað er rétt og rangt í þessu en áhugaverð pæling.