Það er áhugavert að fylgjast með hvernig líkami manns bregst við tónlist. Ég hef verið að pæla svoldið í þessu, sérstaklega eftir að ég fór í KAP hugleiðslutíma og fann hvernig tónlistin þar hafði áhrif á líkama minn. Það var eins og hann væri allur rafmagnaður, eins og allar frumur, allt inni í líkamanum og utan við hann væri hlaðið titrandi, dansandi orku. Eftir þessa reynslu fór ég að skoða þetta betur með líkamann minn og tónlist.
Þegar ég hlusta á klassíska tónlist þá er hún öll í hausnum á mér, eins og heilinn sé í einhverju prófi, finn hita og álag í honum. Reynir greinilega mikið á athyglina hjá mér.
Þegar ég heyri sum dægurlög þá vill líkaminn dansa, um leið og lagið hefst kviknar á líkamanum, hann fer ósjálfrátt að dilla sér og ef aðstæður eru þannig þá fer ég að dansa.
Sum lög kveikja á tilfinningaskalanum, hjartað verður pínu dapurt, hjartað verður ótrúlega glatt og hamingjusamt, það verður ástfangið, stundum pirrað – allur skalinn.
Ég hlusta frekar mikið á tónlist. Fyrir hugeiðsluupplifunina, fyrir dans og almenna andlega næringu.