Ólívu- eða avokadóolía til steikingar
Karríkryddblanda (ég set hana saman sjálf)
3 hvítlauksrif
ca 2-3 msk rifið engifer
2 hvítir laukar, saxaðir
1 paprika, skorin í teninga
1 ds niðursoðnir tómatar
¼ bolli frosið mangó (afþýtt)
4 kjúklingabringur í litlum bitum eða kjúklingabaunir
2 msk tómatpaste
1 teningur kjúklingakraftur frá KALLO
2 dl vatn
1 dl rjómi
Garam Masala kryddblanda (ca 5 msk og ég geymi það í lokaðri glerkrukku):
1 msk kardimommuduft
5 cm kanilstöng
1 tsk cumin
1 tsk negull (cloves)
1 tsk svört piparkorn
¼ tsk múskat (nutmeg)
Allt sett í rafmagns kaffibaunamalara og unnið saman í nokkrar sekúndur.
Karríkryddblanda:
1 tsk cumin
1 tsk coriander
½ tsk turmeric
½ tsk paprika
½ tsk kardimommur
½ tsk garam masala (heimatilbúið, sjá hér að ofan)
Chili á hnífsoddi
Laukur steiktur í olíunni á miðlungshita í um 5 mínútur, síðan er hitinn aðeins lækkaður og þá er hvítlauk og engifer bætt út í og hrært saman í 1 mín og þá er kryddblöndunni hrært saman við í 30 sekúndur. Vatni bætt út í ásamt kjúklingakraftinum og paprikunni og hitinn hækkaður aðeins aftur upp í miðlungshita. Niðursoðnir tómatar settir í matvinnsluvél ásamt mango og unnið saman í 2-3 sekúndur. Blöndunni bætt við í pottinn. Látið sjóða saman við vægan hita í ca 5-10 mínútur og þá er kjúklingnum bætt við og þetta soðið áfram í ca 15-20 mínútur. Svo er tómatpaste bætt við og rjóma í lokin.
Gott með hrísgrjónum og naan brauði.