Að stunda þakklæti færir manni gleði og hlýju í hjartað.
Áður en ég sofna á kvöldin þá fer ég yfir það í huganum hvað ég er þakklát fyrir. Efst í mínum huga er það að vakna hraust á hverjum morgni inn í nýjan dag. Heilsan mín og börnin mín eru efst á þakklætislistanum mínum. Svo er alls konar sem maður er þakklátur fyrir. Fólkið í kringum mann sem elskar mann, vinnan, stórbrotna íslenska náttúran, sem veitir manni svo magnaða orku. Alls konar.
Það er gott að fara reglulega yfir það sem veitir manni gleði og hamingju og maður er þakklátur fyrir.