Dró þessa aðeins fram úr bókahillunni til upprifjunar. Maður þarf annað slagið að rifja upp og dusta rykið af heilasellunum. Mér finnst þessi bók mjög góð um efnið svefn. Virkilega aðgengileg og auðskiljanleg og mjög þægileg til uppflettingar við upprifjun.
Höfundurinn Dr. Matthew Walker er prófessor í taugavísindum og sálfræði við Berkeley háskólann í California, þar sem hann er yfirmaður svefnrannsóknarstöðvar. Hann starfaði áður sem prófessor í geðsjúkdómafræði við Harvard háskóla.
Hægt er að finna mörg fróðleg viðtöl og fyrirlestra á youtube þar sem Mat miðlar ýmsum fróðleik um efnið.