Það er þetta þegar himininn glitrar allur af stjörnum og þú horfir fullkomlega heilluð og vilt sogast upp og leika þér að þeim. Þú finnur þér stað í snjónum eða einhversstaðar, leggst niður og horfir og horfir. Horfir og nýtur stundarinnar. Og að þessu sinni hljómaði lagið Vincent, Starry Night með Julio Iglesias inni í mér, af öllum lögum 🙂
Þetta var geggjuð stund með sjálfri mér.