Ein uppáhaldsdressingin mín kemur frá Júlíu hjá Lifðu til fulls:
1/4 bolli hvítt tahini
1/2 bolli vatn
6 msk sítrónusafi
1 msk sólblómafræ
1 tsk engiferduft
2 hvítlauksgeirar
1/4 tsk svartur pipar
3 tsk turmericduft
1/4 bolli ólívuolía
3-4 msk hlynsíróp
Allt sett í nutribullet og mixað saman. Geymi dressinguna svo í glerkrukku í kælinum í allt að 2 vikur.