
Gangan í dag var fyrir andann. Hlustaði á fuglasönginn, horfði á fugla fljúga og endur að leik. Það er vor í loftinu hjá fuglunum.
Ég stoppaði á miðri brú, horfði um stund á kröftuga strauma árinnar og söng upphátt fallegt lag, það var róandi og þægilegt.
Gekk í gegnum skóginn, fann daufan ilm af grenitrjánnum, andaði honum djúpt að mér nokkrum sinnum.
Settist við ánna, horfði og hlustaði á strauminn og hugleiddi.
Var fullkomlega endurhlaðin og hamingjusöm eftir göngu dagsins.