Var í heimsókn hjá vinafólki mínu í gær og þar barst í tal hversu góð skriðæfing væri fyrir huga og líkama. Að skríða rétt og rosalega hægt til að finna samhæfinguna í líkamanum. Mér fannst þetta náttúrlega alveg svakalega áhugavert og er búin að vera að leika mér við þetta í dag. Youtube-aði nokkur kennslumyndbönd og held áfram að skemmta mér við þetta.
Set hér hlekk á eitt myndbandið, sem mér fannst skemmtilegast.