Heyrði um daginn talað um í útvarpinu að það væri góð æfing fyrir jafnvægið að tannbursta sig standandi á einum fæti. Ég varð náttúrlega að prófa það, fyrst tannburstaði ég mig með hægri og stóð á hægra fæti, síðan burstaði ég með vinstri og stóð á vinstra fæti og svo að lokum víxlaði ég hægri með vinstra fæti og vinstri með hægra fæti. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og ekkert mál að halda jafnvægi þar til ég LOKAÐI AUGUNUM! Þá fyrst fór að reyna á jafnvægið og ég ætla að æfa þetta núna eitthvað inn í framtíðina. Áhugavert!