Hef ábilandi áhuga á að grúska og kynna mér allskonar er viðkemur alhliða heilsu mannsins.

Hvernig getur maðurinn stuðlað að góðri heilsu og hamingju sinni á hreinan og sannan hátt?

Eitt af því sem mér finnst vera lykilatriði í þeim efnum er að við áttum okkur á að við verðum að hugsa um okkur, læra að þekkja okkur sjálf að innan, læra að skynja okkur sjálf. Stíga út úr ego-inu, fara inn á við og rækta þá manneskju, sem þar er. Raunverulegu, hreinu, sönnu þig. Mæta þeirri manneskju og hugsa vel um hana á allan hátt. Sú manneskja er ekki móðirin, starfsmaðurinn, manneskjan sem á þessa og hina veraldlegu hlutina, manneskjan með alla þessa ,,ytri stimpla´´ og ,,hlutverk´´. Sú manneskja er hreina sanna þú, líkaminn þinn, líffærin, hugurinn, ytra útlitið. SÚ ÞÚ!

Það hugsar enginn betur um mann sjálfan en maður sjálfur.

Ég hef lesið mikið efni um hvaða áhrif krónísk streita og áföll geta haft á líkamann. Í ómeðhöldluðu þannig langvarandi ástandi eru taldar auknar líkur á að maðurinn geti þróað með sér ýmsa sjúkdóma, svo sem sjálfsónæmis- og hjartasjúkdóma og einhver krabbamein. Maðurinn stígur inn í hamstrahjól lífsins og hamast þar eins og enginn verði morgundagurinn. Maðurinn verður að ,,vélmenni lífsins´´ þar til mögulega einhvern daginn að heilsan fer að banka upp á.

Kenna ætti börnum frá leikskólaaldri leiðir til að bregðast við og takast á við hluti (kannski er þó farið að gera það í dag). Kenna börnum og fullorðnum hvernig við getum tekist á við hluti án þess að líkaminn og hugurinn fari á einhverja baráttustillingu eða loki sig alveg af og allt þjappist saman í líkamanum. Kenni okkur leiðir til að hugsa vel um líkamann og hugann svo líklegra verði að líf okkar verði auðugt af heilbrigði og hamingju.

 

Mannslíkaminn er það magnaðasta fyrirbæri, sem til er, að mínu mati. Hann er fær um að gera hina útrúlegustu hluti. Lækna sjálfan sig og bæta sig á allan hátt.

 

Það eru þrjár bækur sem standa algjörlega upp úr því efni, sem ég hef kynnt mér um þetta samspil hugar, líkama og ytra umhverfis. Mér finnst þær allar geggjaðar og allar opnuðu þær augu mín á þessari hlið á heilsumálum. Mæli heilshugar með lestri þeirra fyrir áhugasama.

 

The Body Keeps the Score eftir Besel A. Van der Kolk

Cured eftir Jeffrey Rediger

When the Body says No eftir Gabor Maté