Fékk svo góða kryddblöndu gefins í vetur, sem mér fannst æðisleg í salöt. Kláraði hana og hún fæst ekki á Íslandi.

Ég prófaði að blanda nokkrum kryddum saman í gær og úr varð geggjuð blanda, sem mér finnst lík hinni og virkaði hundarð prósent á salatið mitt.

Muldi í mortelinu:

himalaya saltkristala sér 

sítrónupipar sér

Ca 1 msk af muldu salti og 1 msk pipar sett í mortelið. Setti svo ca 2 msk af oregano, ca 4-5 lítil blöð af þurrkaðri salvíu, ca 4 msk af basil, ca 1 msk af laukdufti. Allt mulið saman og sett í glerkrukku. Þetta dugar í svoldið mörg salöt, nota ca 1 tsk í salatið.