Uppáhaldspítsan mín þessa dagana. Kaupi tilbúinn glutenlausan pítsabotn en þarf að prófa mig áfram í góðum botni, sem ég geri sjálf, hveitilausan.
Sósan:
ca 2 bollar rucolasalat
3 hvítlauksrif
góð ólívuolía
Rucola og hvítlaukur sett í matvinnsluvél og olía látin leka aðeins út í. Hafa svoldið þykkt. Þessu er svo smurt á pítsubotninn.
Álegg:
gróft skornir sveppir, raðað mjög þétt á pítsubotninn, ofan á sósuna.
Topping:
rifinn ostur.