Uppgötvaði algjörlega nýja nálgun á ræktinni þegar ég fékk mér aftur ræktarkort í byrjun ársins eftir langt hlé.
Ég uppgötvaði að ég hafði alltaf verið einhvernveginn að flýta mér að gera allt, lyfta hratt, gera allt hratt og hausinn í engum tengslum við líkamann. Ég hafði alltaf verið einhver vél á autopilot.
Þegar ég byrjaði í upphafi ársins þá hafði ég sett saman æfingar, sem ég vissi að væru góðar fyrir mig og reyndu nokkuð fjölbreytt á vöðvana. Ég nota nánast engin tæki, heldur eigin líkamsþyngd, laus lóð, teygju og stangir. Ég tek 4-6 tegundir af æfingum í röð ca 10-20 sinnum og geri 3 sett af þeim. Ég er fullkomlega í núinu þegar ég geri æfingarnar, geri þær frekar hægt og hlusta fullkomlega á líkamann, finn algjörlega fyrir honum, fullkomin tengsl milli höfuðsins og líkamans. Ég anda mig vel inn í æfingarnar og nýt alveg í botn að gera þær. Á milli setta dansa ég smá með líkamann, hreyfi liði og hrissti vöðvana aðeins til, tek tímann sem ég þarf hverju sinni. Ef mér líður að ég þurfi að anda mig inn í mómentið þá geri ég það. Í lokin tek ég teygjuæfingar og hugleiði ef mér líður þannig.
Stundum hef ég svo breytt æfingunum, set einhverjar nýjar inn og tek aðrar út, rótera aðeins.
Ég algjörlega elska að stunda ræktina á þennan hátt, mér hefur aldrei þótt eins gaman að æfa og held að mér hafi í raun aldrei liðið eins vel líkamlega. Mér finnst þetta sjúklega skemmtilegt
… og ég er ALDREI á klukkunni, tek bara þann tíma sem mig langar hverju sinni.