Endurskoða æfingakerfið mitt annað slagið og ákvað að kíkja á pilates æfingar, hvernig þær væru byggðar upp og hvort ég gæti ekki tekið þær inn í ræktina. Komst að því að ég hef ómeðvitað verið með nokkrar þeirra í gangi.
Þjóðverjinn Joseph Pilates þróaði æfingakerfið í byrjun 20. aldar út frá þeirri trú að ákveðnar æfingar væru góðar til að samhæfa huga og líkama, Contrology (stjórnunarfræði). Æfingarnar snúast um að byggja upp miðjustyrk, þjálfa jafnvægi og teygjur, fá líkamann og hugann til að vinna saman sem eina heild.
Joseph skrifaði tvær bækur um efnið, ég hef ekki lesið þær:
Your Health: A Corrective System of Exercising That Revolutionizes the Entire Field of Physical Education (1934) and Return to Life Through Contrology (1945).
Fann áhugavert myndband með 34 grunnæfingum úr kerfinu, prófaði að gera æfingarnar með leiðbeinandanum og fannst það mjög skemmtilegt. Ætla að skoða þetta betur, get tekið eitthvað af þessum æfingum inn í ræktarrútinuna. Svo er náttúrlega frábært að gera þessar æfingar heima, spara sér tíma í ferðir.