Uppgötvaði nýtt stig fyrirgefningarinnar um daginn. Ég var í hugleiðslu, að vinna með undirmeðvitundina og þar kemur fram atriði úr fortíðinni, sem hafði reynst mér afar erfitt og eftir að hafa skoðað það vel kom fram mjög sterk fyrirgefningartilfinning gagnvart aðila. Í kjölfarið kom yfir mig skilningur og friður.

Hugtakið og tilfinningin fyrirgefning fór á annað og dýpra stig hjá mér við þessa upplifun.

Fyrirgefningin getur sem sagt verið misdjúp og við fyrirgefningu öðlast maður frelsi.

 

Áhugavert og skemmtilegt að uppgötva þetta.