Gerði rosalega gott tómatpestó í fyrradag. Ein krukka af sólþurrkuðum tómötum sem ég setti í sigti og reyndi að losa eins mikla olíu af og ég gat. Ristaði afgangshnetur, í þetta skiptið mest af kasjúhnetum og svo smá af valhnetum og furuhnetum. Setti þetta í mixer með ca 2 msk af möluðum hampfræjum og hörfræjum, einni og hálfri msk anis kryddi (þetta með lakkrísbragðinu) og hellti góðri ólívuolíu yfir. Ég ákvað að hafa þetta svoldið þykkt og chunky. Þetta heppnaðist svakalega vel. Skellti þessu yfir spaghetti áðan og saltaði aðeins með himalaya salti og pipar. Fullkomið!