Var gestur i heimahúsi í nokkra daga um daginn og þar var mér boðið upp á heimalagaðan morgundrykk. Drykk til að koma líkamskerfinu í gang. Þegar ég kom heim ákvað ég að prófa þetta á morgnana. Ég kreisti safa úr þremur sítrónum og skrældi nokkuð stóran bita af fersku engifer og bætti vatni við og blandaði í nutribulletnum mínum. Hellti yfir í tvær glerflöskur. Á morgnana tek ég sirka 2 dl í glas og bæti við smá cayenne pipar og dúndra þessu í mig. Held að þetta sé að gera mér gott.
Ég tek líka inn heilsuskotið mitt daglega en seinnipartinn eða í kringum máltíð.