1 bolli grænar linsubaunir – geymdar í vatni í ísskáp yfir nótt

1 laukur

4-5 hvítlauksrif, marin

vænn bútur af engifer, rifið

heimalagað karrí, sjá uppskrift hér

1/4 bolli valhnetur sem hafa legið í vatni í a.m.k. sólarhring

1/4 bolli kasjúhnetur sem hafa legið í vatni í a.m.k. sólarhring (má sleppa og nota bara valhnetur)

Tveir bollar af vatni og hnetur settar í nutribullet og búið til mjólk 

1 1/2 bolli grænmetissoð

tveir stilkar af brokkolí settir í matvinnsluvél og unnir smátt.

smá himalaya salt ef vill

Laukur steiktur í avocadoolíu við miðlungshita þar til meyr. Bæta rifnum hvítlauk og engifer við og steikja áfram í stutta stund á lágum hita. Taka pottinn af hellunni og krydda með um 2 msk af karrí, hræra vel saman. Setja pottinn aftur á helluna og hita í ca 1-2 mínútur áfram á lágum hita. Bæta þá grænmetissoðinu við og hnetumjólkinni. Hræra saman. Bæta nú vel skoluðum linsubaunum við og brokkólíinu. Sjóða við vægan hita í lokuðum potti í ca 40-60 mínútur. Hræra í annað slagið. Bæta salti við í lokin ef þarf.