Líkami & Hugur
Úti í jólakvöldinu
Uppþembd af mat, líðandi skringilega vegna lítillar hreyfingar undanfarið, uppsöfnuð þreyta en með fallega gleði í hjartanu eftir góð jól með fólkinu mínu átti ég undur fallega endurhleðslustund í göngutúr úti í jólakvöldinu. Enginn úti að ganga í nýföllnum...
Að upplifa líkama sinn sem algjöran snilling
Ég er lánsöm með það að ég verð eiginlega aldrei veik. Fékk ekki covid svo ég viti og fékk síðast kvefpest haustið 2019 þar til nú í vor þegar ég kvefaðist. Um daginn straujaðist ég í lok vinnuviku, á föstudegi aðeins farin að missa röddina. Sofnaði í sófanum strax...
Hugleiðsla – lykillinn að vellíðan
Hef verið að fylgjast vel með orkuflæðinu mínu undanfarið og reyna að horfa utan frá á hvað virðist hafa áhrif á flæðið. Ég er búin að finna það út að hugleiðsla er einn mikilvægasti lykillinn að vellíðan fyrir mig. Ég get dottið í ,,minna hollt´´ mataræði og dregið...
Líkamsorkan
Líkami minn og hugur hefur verið mikið rannsóknarverkefni hjá mér síðastliðin rúm tvö árin. Hef svo ótrúlega mikinn áhuga á að stúdera líkamann, hugann og orkuna og prófa mig áfram í þeim efnum. Ég er rannsakandinn og sú sem er rannsökuð. Það verkefni hefur verið...
Ómað á floti
Þegar ég syndi þá tek ég síðustu umferðina í floti. Flýt í nokkrar mínútur. Prófaði að óma í flotinu um daginn og það var geggjað. Þá hummar maður svona són og andar rólega frá sér svo sónninn sé sem lengst. Rosa virkni á líkamann. Eitthvað sem ég mun örugglega gera...
Neföndun á næturnar
Frá því að ég sökkti mér í lesefni um öndun í fyrra hef ég stöðugt verið að æfa mig í neföndun, sjá hér færslu um öndun. Anda orðið eingöngu með nefinu þegar ég er vakandi nema stundum þegar ég skokka, þá nota ég munninn líka til innöndunar ef þarf. Síðan þegar...
Body Movement – áskorun fyrir líkamann
Jæja, þá er aðeins verið að skora á líkamann. Er búin að fara í tvo tíma í grunnnámskeiði í Body Movement hjá Primal Iceland í Faxafeni. Þetta er next level dæmi fyrir mig líkamlega. Margar æfingar hrikalega erfiðar finnst mér en ég finn um leið að þetta er ánægjuleg...
Vision Board
Þegar ég endurskoða sjálfa mig og lífið framundan þá bý ég til Vision Board. Ég finn myndir, sem lýsa því hvað ég vil ná í markmiðum og bara almennt hvernig ég sé fyrir mér að framtíð mín verði. Ég lími myndirnar á stórt karton og hengi það svo upp á vegg svo ég geti...
Haustið er tími endurskoðunar
Eins ótal sinnum og ég hef reynt að setja mig í endurskoðunar- og skipulagsgír í kringum áramót þá hef ég aldrei náð því. Hefðbundin áramót er ekki minn tími fyrir slíkt. Haustið er minn tími hvað þetta varðar. Í byrjun haustsins kemur yfir mig þessi þörf að...
Fallið af matarvagninum
Það hefur verið þrautinni þyngri að koma mér viðvarandi á matarvagninn, sem ég vil vera á. Sumarið fór í algjört rugl hjá mér í mataræðinu og ég ákvað að vera ekki að berja mig niður heldur fylgdist meira með mér, fylgdist með matarhegðun minni. Það var mjög áhugavert...
Pilates æfingar
Endurskoða æfingakerfið mitt annað slagið og ákvað að kíkja á pilates æfingar, hvernig þær væru byggðar upp og hvort ég gæti ekki tekið þær inn í ræktina. Komst að því að ég hef ómeðvitað verið með nokkrar þeirra í gangi. Þjóðverjinn Joseph Pilates þróaði æfingakerfið...
Hláturskast
Fékk hláturskast í gær, ótrúlega gaman, elska að fá hlátursköst. Var að drepast í magavöðvunum á eftir. Maður ætti að hlæja mikið og innilega a.m.k. einu sinni á dag. Ég prófaði í morgun að hlæja upp úr þurru, svona gervihlátri og eftir smá stund var ég farin að hlæja...
Brostu framan í heiminn …
Brostu framan í heiminn og þá brosir heimurinn framan í þig. Prófaðu að fara af autopilot-inu þínu og vertu 100% meðvituð í núinu. Horfðu á fólkið í kringum þig með áhuga, horfðu í augun á einhverjum ókunnugum og brostu. Í röðinni á kassanum í búðinni, á rauðu ljósi á...
Svefn – bókin Þess vegna sofum við
Dró þessa aðeins fram úr bókahillunni til upprifjunar. Maður þarf annað slagið að rifja upp og dusta rykið af heilasellunum. Mér finnst þessi bók mjög góð um efnið svefn. Virkilega aðgengileg og auðskiljanleg og mjög þægileg til uppflettingar við upprifjun....
Þræll almenningsálitsins
Það að óttast álit annarra heftir mann og gerir mann ófrjálsan og ég segi að það geti verið afar heilsuspillandi að vera ófrjáls. Gerðu það sem þig langar og hentar þér óháð því hvað öðrum finnst. Líf þitt er þitt líf ekki annarra. Vertu...
Finndu þína leið
Á heilsuvegferð minni hef ég séð það skýrt að það er engin ein ,,töfralausn´´ á hlutunum. Það er ekkert eitt rétt fyrir alla. Við erum jafn fjölbreytt og við erum mörg og verðum að finna út hvað hentar OKKUR sjálfum. Hvaða matur telur maður að sé hollur og góður fyrir...
Tónlist og líkaminn
Það er áhugavert að fylgjast með hvernig líkami manns bregst við tónlist. Ég hef verið að pæla svoldið í þessu, sérstaklega eftir að ég fór í KAP hugleiðslutíma og fann hvernig tónlistin þar hafði áhrif á líkama minn. Það var eins og hann væri allur rafmagnaður, eins...
Taktu til í lífi þínu!
Það var árið 2016 að ég var í þeim sporum að vera að fara að flytja í minna húsnæði. Þurfti að minnka búslóðina töluvert. Tilhugsunin um að fara í gegnum allt saman var frekar yfirþyrmandi. Fyrir einhverja tilviljun sé ég bókina Taktu til í lífi þínu eftir Marie Kondo...
Self management – Emotional regulation
Hef ábilandi áhuga á að grúska og kynna mér allskonar er viðkemur alhliða heilsu mannsins. Hvernig getur maðurinn stuðlað að góðri heilsu og hamingju sinni á hreinan og sannan hátt? Eitt af því sem mér finnst vera lykilatriði í þeim efnum er að við áttum okkur á að...
Sunnudagsmorguns trít
Það var fallegt veður þegar ég vaknaði í morgun. Sunnudagur og ég hafði ekki stillt klukku og vaknaði um 9:30, svaf sem sagt út. Eftir að hafa hlustað á hljóðbók og fengið mér kaffibolla langaði mig að fara í einhverja hreyfingu. Fann að mig langaði ekki út að hlaupa...
Nýtt stig fyrirgefningarinnar
Uppgötvaði nýtt stig fyrirgefningarinnar um daginn. Ég var í hugleiðslu, að vinna með undirmeðvitundina og þar kemur fram atriði úr fortíðinni, sem hafði reynst mér afar erfitt og eftir að hafa skoðað það vel kom fram mjög sterk fyrirgefningartilfinning gagnvart...
Götur bæjarins
Stundum er gaman að brjóta upp hlutina og gera þá öðruvísi. Hef í nokkur ár tekið syrpur í að ganga um götur og hverfi, sem ég hef aldrei gengið. Ég hef mjög gaman að þessu. Það er allt annað að ganga um hverfi en að keyra um þau. Maður sér húsin betur, garðana,...
Hugleiðsla á hverjum degi
Hugleiðsla hefur verið hluti af mínu daglega lífi síðastliðið eitt og hálft árið. Hún er orðin svo mikilvægur hluti af deginum að ég gæti ekki hugsað mér hann án hennar. Ég hugleiði alltaf á morgnana, í lok morgunrútínunnar (sjá eldri færslu um morgunrútínuna mína) og...
Þakklæti
Að stunda þakklæti færir manni gleði og hlýju í hjartað. Áður en ég sofna á kvöldin þá fer ég yfir það í huganum hvað ég er þakklát fyrir. Efst í mínum huga er það að vakna hraust á hverjum morgni inn í nýjan dag. Heilsan mín og börnin mín eru efst á þakklætislistanum...
Listasýningar – andleg næring
Það getur verið geggjuð andleg næring að skreppa á listasýningar. Það getur verið ákveðin hugleiðsla og líka krefjandi fyrir athyglina. Í dag voru margar sýningaropnanir í miðbæ Reykjavíkur. Ég sótti nokkrar og flaut og naut. Það var geggjað gaman og nærandi fyrir...
Starry Starry Night
Það er þetta þegar himininn glitrar allur af stjörnum og þú horfir fullkomlega heilluð og vilt sogast upp og leika þér að þeim. Þú finnur þér stað í snjónum eða einhversstaðar, leggst niður og horfir og horfir. Horfir og nýtur stundarinnar. Og að þessu sinni hljómaði...
Handstaða
Sonur minn spurði um daginn hvort ég væri að standa eitthvað á höndum. Ég svaraði neitandi en geri reglulega höfuðstöðu. Orðið mjög langt síðan ég reyndi að standa á höndum og var ekkert viss um að ég gæti það. Varð náttúrlega að prófa. Var þung á mér í uppsveiflunni...
Skriðæfing
Var í heimsókn hjá vinafólki mínu í gær og þar barst í tal hversu góð skriðæfing væri fyrir huga og líkama. Að skríða rétt og rosalega hægt til að finna samhæfinguna í líkamanum. Mér fannst þetta náttúrlega alveg svakalega áhugavert og er búin að vera að leika mér við...
Kaldi potturinn – kætir, hressir, bætir
Hvar væri ég án kalda pottsins eða sjósunds? Fer 4-5 sinnum í viku í kælingu, hvort heldur sem er í köldum potti eða sjó. Þar fyrir utan fer ég í kalda sturtu á hverjum morgni. Ég finn að líkamanum mínum finnst þetta gott, þetta hentar honum vel. Í pottinum er ég...
Bókin Becoming Supernatural
Hlustaði á bókina Becoming Supernatural - How Common People Are Doing the Uncommon, eftir dr. Joe Dispenza, á haustmánuðum í fyrra. Í kjölfarið ákvað ég að prófa aðferð sem hann kennir í bókinni, held að það myndi kallast hugræn endurforritun. Ég ákvað að prófa þetta...
Kap – kundalini activation process – 2. tími
Fór í annað sinn í Kap hugleiðslu í síðustu viku. Eins og ég nefndi í fyrri færslu, þegar ég prófaði þetta í fyrsta sinn í nóvember síðastliðnum, þá fannst mér það mjög áhugaverð upplifun, leið vel eftir tímann en fann samt að ég hafði læst líkamanum í tímanum. Þegar...
Hvernig öndum við?
Hef lengi vitað að öndunin mín væri ekki í lagi. Fór á námskeið hjá Andra (andriiceland.com) árið 2018 og lærði kraftöndun og kælingu, Wim Hof aðferðin. Fór svo aftur á helgarnámskeið hjá honum haustið 2021 og endurnýjaði þar öndunaræfingarnar. Í kjölfarið las ég...
TRE – Tension and Trauma Release
Sótti námskeið í vor hjá Svövu Brooks en hún hefur sérhæft sig sem TRE þjálfari. Tension and Trauma release process snýst um að vinna með streitu og áföll, sem festast í vöðvum líkamans. Með ákveðinni tækni er hægt að losa um spennu með því að leyfa vöðvunum að...
Kap – kundalini activation process
Ákvað að prófa Kap hugleiðslu í vikunni. Frænka mín hafði bent mér á Kap og Þóru Hlín Friðriksdóttur, sem er með tímana. Þetta var áhugavert, mjög þægileg hugleiðsla og gott að finna áhrif tónlistar á líkama. Þóra snertir mann tvisvar til þrisvar á meðan...
Ræktartöfrarnir
Uppgötvaði algjörlega nýja nálgun á ræktinni þegar ég fékk mér aftur ræktarkort í byrjun ársins eftir langt hlé. Ég uppgötvaði að ég hafði alltaf verið einhvernveginn að flýta mér að gera allt, lyfta hratt, gera allt hratt og hausinn í engum tengslum við líkamann. Ég...
Kertatíminn að hefjast
Það er alltaf einhver rómantík og sjarmi sem fylgir því að kveikja á kertum þegar fer að rökkva aftur á kvöldin eftir birtu sumarsins. Í kvöld klæddi ég mig í ullarpeysu og sokka, húfu og vettlinga. Vafði utan um mig þykku ullarteppi. Kveikti á kerti í luktinni á...
Dans er gleðigjafi
Áður en ég fer að sofa á kvöldin þá geng ég frá öllu á heimilinu svo ég vakni inn í hreinan og fínan dag. Stundum fæ ég ótrúlega sterka löngun til að dansa mig inn í nóttina og svefninn. Þegar ég er búin að ganga frá öllu og undirbúa mig fyrir svefninn þá set ég...
Jarðtenging
Það er gott að grafa tásurnar í sandinn og tengja sig við náttúruna. Sitja svo og hugleiða, finna fyrir tásunum í sandinum og tengja sig. Það er gott.
Að synda og slaka
Ég syndi reglulega. Ég geri það til að fá fjölbreytta hreyfingu fyrir líkamann og til að hugsa og slaka. Stundum tel ég ferðirnar frá 1 til 30 og stundum tel ég niður 30 niður í 1. Stundum passa ég að telja ekki heldur synda eins lengi og ég vil. Ég elska að finna...
Berfætt úti að ganga
Ég las einhversstaðar um daginn að við værum mörg alltof lítið berfætt, værum alltaf í skóm og þróum stundum með okkur alls konar fótavesen. Ég hef náttúrlega haft þetta á bakvið eyrað síðan ég las þetta og í dag þegar ég var að ganga heim úr sundlauginni langaði mig...
Orkusteinar
Ég tek mér einn og einn fallegan stein þegar ég ferðast um landið. Fyrir mér eru þeir orkusteinarnir mínir. Þeir eru víða að og ég er með þá á tréplatta. Stundum tek ég einn í sitthvorn lófann við hugleiðslu, það er mjög gott.
Köld sturta
Ég hef vanið mig á að fara í kalda sturtu á morgnana. Ég geri morgunrútínu. Eftir hana fer ég í kalda sturtu og er í ca 2 mínútur. Þetta er ótrúlega gott og maður fer svo ferskur og flottur inn í daginn. Mæli hiklaust með þessu.
Twerk – út fyrir þægindarammann
Einhvernveginn í ósköpunum datt mér í hug að vilja prófa að læra twerk. Fór í einkakennslu og fyrst fórum við í gegnum upphitunaræfingar, svo twerk hreyfingar, síðan rútínu (allar twerk teknar í ákveðinni röð með músik) og að lokum tókum við teygjur. Þetta er ótrúlega...
Morgunrútínan
Leiðin mín inn í daginn er þannig að þegar ég vakna, fer ég á fætur og inn í stofu þar sem yogadýnan mín er. Ég vel morgunrútínu playlistann minn (róleg tónlist) og byrja að dansa. Mjúkar hreyfingar upp og niður líkamann. Opna líkamann, hreyfi liði. Allt mjúkt og...
Flogið af hlaupabrettinu …
Það sem ég hafði ekki ímyndað mér að myndi gerast gerðist í ræktinni í dag. Var að ganga aftur á bak - getið séð eldri færslu um það og ég missti einbeitingu eitt andartak með þeim stórkostlega árangri að ég flaug af brettinu. Ég meiddist sem betur fer nánast ekkert...
Sjósund í Kaupmannahöfn
Skrapp til Kaupmannahafnar um daginn og var í Sydhavn. Danirnir skella sér víst oft til sunds í kanalnum á veturna og ég ákvað að prófa. Það var geggjað!
Nokkrar bunur í aparólu
Það er þegar maður hefur gengið milljón sinnum framhjá aparólunni og lætur svo loks vaða ... tók nokkrar bunur.
Bannað að stíga á strik
Næst þegar þú gengur á hellulagðri stétt prófaðu þá að fara í leikinn, bannað að stíga á strik og búa til alls konar mynstur.
Gríptu í húla hringinn
Ég er farin að húla í tíma og ótíma og það er alveg svakalega skemmtilegt. Ég er með húla hring, sem er með smá þyngd ( 2kg ) og gríp í hann nokkuð oft og tek syrpu. Það er þægilegt og skemmtilegt að húla! Mæli algjörlega með þessu til að krydda tilveruna aðeins....
Tungan og spenna í líkamanum
Ég ræddi við konu um daginn, sem er heilari og hún nefndi við mig að fylgjast með því hvernig tungan væri í munninum mínum. Hún talaði um að við værum mörg með tungubroddinn meira og minna uppi í tanngómnum og það þýddi að það væri spenna í líkamanum. Tungan ætti að...
Að ganga aftur á bak er góð skemmtun
Hafið þið prófað að ganga aftur á bak á göngubrettinu í ræktinni? Geri þetta síðustu 3-5 mínútur í upphitun. Byrjaði á að stilla hraðann á 4,5 en er nú í 5. Fókusinn þarf að vera 100%. Mæli með þessu - þetta er geggjað skemmtilegt!
Skemmtileg jafnvægisæfing
Heyrði um daginn talað um í útvarpinu að það væri góð æfing fyrir jafnvægið að tannbursta sig standandi á einum fæti. Ég varð náttúrlega að prófa það, fyrst tannburstaði ég mig með hægri og stóð á hægra fæti, síðan burstaði ég með vinstri og stóð á...