Var með lítið matarboð í kvöld og áttaði mig á því í gær þegar ég var að hugsa um hvað ég ætti að elda að markmið mánaðarins hjá mér væri að elda nýja uppskrift í hvert sinn sem ég elda.
Þar vandaðist aðeins málið en þegar ég googlaði Chicken recipes kom Kjúklingur í karrí ofarlega í leit og hann virkaði mjög girnilegur og ég ákvað að stökkva á hann og það reyndist góð ákvörðun.
Ég setti kryddblönduna saman sjálf, eins og segir í uppskriftinni.
Rétturinn var æðislega góður, á eftir að gera hann miklu oftar.