Það er alltaf einhver rómantík og sjarmi sem fylgir því að kveikja á kertum þegar fer að rökkva aftur á kvöldin eftir birtu sumarsins.

Í kvöld klæddi ég mig í ullarpeysu og sokka,  húfu og vettlinga. Vafði utan um mig þykku ullarteppi. Kveikti á kerti í luktinni á svölunum. Settist út í kyrrt og heiðskýrt kvöldið. Andaði að mér köldu fersku loftinu og horfti á stjörnurnar.

Var bara þarna. Naut ferska loftsins, stjarnanna, kertaljóssins.

Var fullkomlega í núinu og það var geggjað.

Haustið er sjarmerandi tími.