Ákvað að prófa Kap hugleiðslu í vikunni. Frænka mín hafði bent mér á Kap og Þóru Hlín Friðriksdóttur, sem er með tímana.
Þetta var áhugavert, mjög þægileg hugleiðsla og gott að finna áhrif tónlistar á líkama. Þóra snertir mann tvisvar til þrisvar á meðan hugleiðslunni stendur og ég upplifði rosalega orku koma frá snertingunum. Líkaminn fær þörf fyrir að hreyfa sig alls konar, eitthvað sem bara gerist. Mér leið vel eftir tímann.
Ég ætla að prófa þetta aftur og sjá hvernig líkaminn bregst við í annað sinn.
Áhugavert!