Hvar væri ég án kalda pottsins eða sjósunds? 

Fer 4-5 sinnum í viku í kælingu, hvort heldur sem er í köldum potti eða sjó. Þar fyrir utan fer ég í kalda sturtu á hverjum morgni.

Ég finn að líkamanum mínum finnst þetta gott, þetta hentar honum vel.

Í pottinum er ég svona oftast í um 2 mínútur, stundum minna og stundum eitthvað aðeins meira. Líkaminn getur verið mismunandi stemmdur og ég leyfi honum að stjórna ferðinni. 

Kaldasti lofthiti sem ég hef farið í kalda pottinn eru -20 gráður og það var áhugaverð upplifun. Vatnið í pottinum virkaði í heitara kantinum og svo þegar ég fór í heita pottinn þá virkaði hann frekar kaldur. Lofthitinn eitthvað að plata skynjunina en þetta var mjög skemmtileg og áhugaverð upplifun.