Hef lengi vitað að öndunin mín væri ekki í lagi. Fór á námskeið hjá Andra (andriiceland.com) árið 2018 og lærði kraftöndun og kælingu, Wim Hof aðferðin. Fór svo aftur á helgarnámskeið hjá honum haustið 2021 og endurnýjaði þar öndunaræfingarnar. Í kjölfarið las ég þrjár bækur um efnið og er að æfa mig í að gera öndunina mína heilbrigðari. Hún er miklu betri en hún var en alltaf má bæta sig þannig að ég held áfram æfingum.

Alltaf gaman að skynja sig betur og reyna að ná betri tökum á því sem hægt er að laga.

Mæli með þessum bókum fyrir þá sem vilja kynna sér efnið.