Fékk hláturskast í gær, ótrúlega gaman, elska að fá hlátursköst. Var að drepast í magavöðvunum á eftir. Maður ætti að hlæja mikið og innilega a.m.k. einu sinni á dag. Ég prófaði í morgun að hlæja upp úr þurru, svona gervihlátri og eftir smá stund var ég farin að hlæja náttúrulega, mjög skemmtilegt.

Það er ótrúlega nauðsynlegt og nærandi að hlæja með skemmtilegu fólki. Það er gaman að hlæja af vitleysunni í sjálfum sér. Það er gaman að skellihlæja af einhverju sem maður er að horfa á.

Prófum að fara hlæjandi inn í daginn.