Sonur minn spurði um daginn hvort ég væri að standa eitthvað á höndum. Ég svaraði neitandi en geri reglulega höfuðstöðu. Orðið mjög langt síðan ég reyndi að standa á höndum og var ekkert viss um að ég gæti það. Varð náttúrlega að prófa. Var þung á mér í uppsveiflunni til að byrja með, þurfti nokkrar tilraunir en náði þessu síðan og geri þetta nú a.m.k. einu sinni á dag.