
Geri mér annað slagið graut í hádegismat. Blanda hann í Nutribulletinum mínum á morgnana og hann tekur sig í nokkrar klukkustundir, verður þykkur og fínn.
Ég nota alls konar í hann, það sem ég á eða vil hverju sinni. Avocado eða avocadokjarna, gúrkubita, sellerí, kál, brokkolí, radísur, engifer, súrar gúrkur, súrkál, ber, möndlur, valhnetur, turmericduft, kanil, slatta af chia- og hörfræjum og aðeins minna af hampfræjum. Svo þynni ég út með möndlumjólk eða bara vatni.
Ég get nú ekki sagt að fólk hafi dáðst að girnilegu útliti grautsins en næringaríkur er hann.