Stundum er gaman að brjóta upp hlutina og gera þá öðruvísi.
Hef í nokkur ár tekið syrpur í að ganga um götur og hverfi, sem ég hef aldrei gengið.
Ég hef mjög gaman að þessu. Það er allt annað að ganga um hverfi en að keyra um þau. Maður sér húsin betur, garðana, grænu svæðin og ýmsar leyndar perlur.
Ég mæli með þessu. Skemmtilegt að sameina göngu og útiveru og að skoða nýjar hliðar á hverfunum.