Já, ég veit að ég er veik fyrir karríréttum!

Gerði þessa fiskisúpu í kvöld, mér fannst hún mjög góð.

Kryddblandan:

  • 1 1/2 tsp koriander
  • 1 tsp cumin
  • 1/2 tsp turmeric
  • 1/2 tsp fínmöluð fennelfræ (eða duft)
  • 1/2 tsp kanill
  • 1/2 tsp malaður svartur pipar
  • 1/4 tsp möluð sinnepsfræ (nota mortel)
  • 1/4 tsp negull

1 saxaður laukur

4 marin hvítlauksrif

3 msk rifið engifer

2 msk grænmetiskraftur

1 dós kókosmjólk

Þorskur – skorinn í munnbitastærðir

Bleikja – skorin í munnbitastærðir

Sellerí, niðurskorið

Útbúa kryddblönduna. Avocadoolía hituð í potti, laukur steiktur við miðlungshita í ca 3-4 mínútur. Bæta hvítlauk og engifer út í og hita áfram í 3-4 mínútur. Þá bæta kryddblöndunni við og hræra henni vel saman við. Hella kókosmjólkinni út í og bæta grænmetiskrafti við. Hræra vel saman. Setja nú sellerí út í. Sjóða saman við vægan hita í ca 20-30 mín. Bæta þá fiskinum út í og sjóða áfram í 5-10 mín.

Voila!