Gerði eggjaköku í gær. Notaði tvo ,,strípaða´´ stilka af brokkolí, sem ég hafði geymt í kælinum. Setti þá í matvinnsluvél og vann þá frekar smátt. Kryddaði síðan með karrí og salti. Hrærði saman 3 egg. Var síðan með nokkra sveppi sem ég skar niður í sneiðar og 5 ólívur. Hrærði þetta allt saman og setti í eldfast mót ( 18 cm í þvermál ). Dreifði svo rifnum osti yfir og bakaði.

Þetta var mjög gott.