Áður en ég fer að sofa á kvöldin þá geng ég frá öllu á heimilinu svo ég vakni inn í hreinan og fínan dag.

Stundum fæ ég ótrúlega sterka löngun til að dansa mig inn í nóttina og svefninn. Þegar ég er búin að ganga frá öllu og undirbúa mig fyrir svefninn þá set ég airpods í eyrun, set playlistann minn í gang, slekk öll ljós og dansa og dansa og dansa í myrkrinu.

Það er geggjað!

Maður fer svo glaður og hamingjusamur í svefninn.