Chili
1 laukur, saxaður
1 paprika, skorin í bita
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
avocadoolía til steikingar
chiliduft (ég nota max 1/4 tsk þar sem duftið mitt er sterkt)
1 tsk paprikuduft
1 tsk cumin
1 tsk oregano
1 dós niðursoðnir tómatar + ca hálf dós af vatni
500 g nautahakk (ég nota bara kjöt þegar ég fæ fólk í mat)
kjöt- eða grænmetiskraftur
2 msk tómat paste
1 dós nýrnabaunir, vel skolaðar úr köldu vatni
smá sýrður rjómi eða matreiðslurjómi
Laukur steikur við miðlungshita í olíunni í ca 5 mín. Þá er papriku, hvítlauk og kryddblöndunni bætt við og steikt áfram í ca 5 mín. Hræra í annað slagið. Bæta nú niðursoðnu tómötunum, grænmetis- eða kjötkrafti og tómat paste við. Ef notað er nautahakk þá steikja það sér á pönnu og bæta síðan við sósuna og látið síðan sjóða við vægan hita í ca 30 mín (má alveg vera lengur). Bæta nýrnabaunum við ca 3-5 mín áður en rétturinn er borinn fram. Það má skella smá sýrðum rjóma eða matreiðslurjóma út í sósuna rétt áður en hún er borin fram. Ég ríf alltaf parmesan ost yfir réttinn þegar hann er kominn á diskinn.
Verði ykkur að góðu!