Brostu framan í heiminn og þá brosir heimurinn framan í þig.

Prófaðu að fara af autopilot-inu þínu og vertu 100% meðvituð í núinu. Horfðu á fólkið í kringum þig með áhuga, horfðu í augun á einhverjum ókunnugum og brostu. Í röðinni á kassanum í búðinni, á rauðu ljósi á gatnamótum, í lyftunni, þegar einhver stöðvar fyrir þér þegar þú gengur yfir götu, bara alls staðar sem þú annars værir mögulega á autopilot, ekkert að spá í hvaða fólk væri í kringum þig.

Þetta er geggjað! Fólk verður svo glatt og ánægt, það er magnað að sjá óvænta gleði í andliti og hjartað manns sjálfs hoppar af hamingju.

 

Stígðu inn í nýjan dag og prófaðu þetta!