Jæja, þá er aðeins verið að skora á líkamann. Er búin að fara í tvo tíma í grunnnámskeiði í Body Movement hjá Primal Iceland í Faxafeni. Þetta er next level dæmi fyrir mig líkamlega. Margar æfingar hrikalega erfiðar finnst mér en ég finn um leið að þetta er ánægjuleg áskorun fyrir líkamann. Var aðeins búin að gera hlé á ræktarsalnum í sumar, þar sem ég hef lagt áherslu á útiveru og fann að þrátt fyrir að æfingarnar væru mjög erfiðar þá öskraði líkaminn af ánægju að takast á við verkefnið. 

Þetta eru öðruvísi æfingar en ég er vön, þjálfar upp styrk og liðleika og þetta er skemmtilegt.

Mæli með að prófa þessa hreyfingu.