Prófaði að gera blómkálssteik í gær. 

Skar blómkálshöfuð langsum í ca 5 sm sneiðar, blómkálið sem ég var með var mjög gleitt og datt svoldið í sundur en það kemur örugglega betur út ef það er þéttara. Hrærði eitt egg í skál, setti brauðmylsnu í aðra. Ég geri brauðmylsnu úr afgöngum af súrdeigsbrauði og geymi í glerkrukku. Velti kálinu vel upp úr eggjablöndunni og svo brauðmylsnunni. Kryddaði með smá salti og pipar. Bakaði þetta í rúmar 20 mínútur á um 200 gráðu hita. Tók kálið þá út úr ofninum og penslaði það með sólskinssósu en það er hægt að setja alls konar á hana, svo sem pestó, hvítlauksolíu, tapenades eða eitthvað annað sniðugt. Bakaði svo áfram í ca 20-30 mín (passa að setja eitthvað yfir til að kálið brenni ekki). Ég gleymdi að taka mynd af steikinni eftir eldun.

Mér fannst steikin mjög góð og krispí.