Mér finnst blómkál og brokkóli mjög gott, bæði ferskt og soðið/steikt.
Gerði mjög góða brokkolí sellerísúpu í dag.
1 laukur, skorinn niður
6 stilkar af sellerí, skornir niður frekar gróft
ca 500 g brokkolí, blómin skorin af og svo stilkurinn skorinn í grófa bita.
ferskt kóriander, rúmlega lúka, mér finnst betra að hafa meira en minna.
3 stór lárviðarlaufsblöð
1 líter grænmetissoð, vatn og 3 msk grænmetiskraftur
1 msk turmeric
svartur pipar
ca 1 dl af möndlumjólk
Laukur steikur við miðlungshita í olívuolíu. Svo bætti ég við brokkolí og steikti aðeins áfram og að lokum sellerí og steikti allt saman í smá stund. Hellti grænmetiskrafti út í, setti lárviðarlaufin og kóreander út í og sauð saman í um 30 mínútur. Setti svo blönduna í matvinnsluvél til að mauka alveg. Setti svo aftur í pottinn, kryddaði með turmeric og svörtum pipar. Sauð áfram í ca 20 mín. Bætti þá ca 1 dl af möndlumjólk.
Mér fannst súpan mjög góð og eins og með flestar súpur þá finnst mér þær enn betri daginn eftir.