Ég las einhversstaðar um daginn að við værum mörg alltof lítið berfætt, værum alltaf í skóm og þróum stundum með okkur alls konar fótavesen. Ég hef náttúrlega haft þetta á bakvið eyrað síðan ég las þetta og í dag þegar ég var að ganga heim úr sundlauginni langaði mig svo að ganga berfætt og ákvað að fara út skónum og sokkunum og gekk berfætt heim með skóna í höndunum. Ég fylgdist vel með hvar ég gekk til að forðast það að meiða mig og þetta var mjög skemmtilegt. Skil ekki af hverju við gerum ekki meira af því að ganga um berfætt.