Ég er lánsöm með það að ég verð eiginlega aldrei veik. Fékk ekki covid svo ég viti og fékk síðast kvefpest haustið 2019 þar til nú í vor þegar ég kvefaðist. Um daginn straujaðist ég í lok vinnuviku, á föstudegi aðeins farin að missa röddina. Sofnaði í sófanum strax eftir vinnu á föstudegi og veiktist yfir nóttina. Vaknaði ónýt á laugardagsmorgni með massífa hálsbólgu og eins og ég væri að fá barkakvef. Þegar ég veikist þá fæ ég yfirleitt kvef og óþægindi í kringum barkasvæðið og ofan í lungu. Ég gat ekkert borðað og svaf bókstaflega alla helgina, lifði á panodil hot (sem reyndar fokkaði upp meltingunni eftir á) og heilsuskotinu mínu, sem ég píndi ofan í mig með hálsbólguna. Gerði bókstaflega ekki neitt alla helgina nema sofa.

Á mánudagsmorgni vakna ég og er bara orðin góð, leið bara nokkuð vel og hálsinn í fínu lagi. Ég upplifði ótrúlega magnaða tilfinningu þarna. Mér fannst líkami minn vera algjör snillingur. Eins veikri og mér leið á laugardegi, þá var ég geggjuð á mánudagsmorgni. Ég fylltist fullkominni lotningu fyrir líkama mínum og hversu ótrúlegur hann væri að recovera.

Ég hugsaði, ég ætla aldrei aftur að setja einhvern viðbjóð ofan í líkama minn og ætla að reyna að hugsa um hann eins vel og ég get.

Elska líkamann minn.