Ég syndi reglulega. Ég geri það til að fá fjölbreytta hreyfingu fyrir líkamann og til að hugsa og slaka.

Stundum tel ég ferðirnar frá 1 til 30 og stundum tel ég niður 30 niður í 1. Stundum passa ég að telja ekki heldur synda eins lengi og ég vil. Ég elska að finna samspil líkamans og vatnsins, finna líkamann og hreyfingarnar í vatninu, það er geggjað. Stundum hugsa ég um hluti og fer í gegnum þá á meðan ég syndi og stundum er ég fullkomlega í núinu og horfi bara birtuna glampa í vatninu og fylgist með líkamanum og vatninu. Í síðustu ferðinni tek ég flot, sný mér á bakið og flýt fullkomlega slök, það er ótrúlega þægilegt, ekki síst í grenjandi rigningu eða snjókomu.