Þegar ég endurskoða sjálfa mig og lífið framundan þá bý ég til Vision Board. Ég finn myndir, sem lýsa því hvað ég vil ná í markmiðum og bara almennt hvernig ég sé fyrir mér að framtíð mín verði. 

Ég lími myndirnar á stórt karton og hengi það svo upp á vegg svo ég geti horft á þær og skerpt sýnina mína á hverjum degi. 

Ég hef gert þetta mjög lengi og magnað að sjá hvað margt verður eins og maður sér fyrir sér á einhverjum tímapunkti.

 

Mér finnst þetta æðisleg leið til að sjá fyrir sér næsta kafla lífins.