Sótti námskeið í vor hjá Svövu Brooks en hún hefur sérhæft sig sem TRE þjálfari. Tension and Trauma release process snýst um að vinna með streitu og áföll, sem festast í vöðvum líkamans. Með ákveðinni tækni er hægt að losa um spennu með því að leyfa vöðvunum að skjálfa. 

Ég fékk strax fram skjálfta í innanverðum lærum en hann virðist mjög staðbundinn á því svæði hjá mér. Skjálftinn getur verið nokkuð mikill og pínulítill, eins og kítl. Ég fylgdi æfingum ekki eftir námskeiðið en nokkrum mánuðum síðar keypti ég bók um þetta og fór að æfa mig aftur. Finn að ég er að ná aðeins skjálfta upp úr lærasvæði upp í kringum rótarstöð og aðeins ofar en það svæði virðist mjög lokað hjá mér. 

Ætla að halda áfram að vinna með þetta og finna áhrifin.