Náttúran
Úti í jólakvöldinu
Uppþembd af mat, líðandi skringilega vegna lítillar hreyfingar undanfarið, uppsöfnuð þreyta en með fallega gleði í hjartanu eftir góð jól með fólkinu mínu átti ég undur fallega endurhleðslustund í göngutúr úti í jólakvöldinu. Enginn úti að ganga í nýföllnum...
Starry Starry Night
Það er þetta þegar himininn glitrar allur af stjörnum og þú horfir fullkomlega heilluð og vilt sogast upp og leika þér að þeim. Þú finnur þér stað í snjónum eða einhversstaðar, leggst niður og horfir og horfir. Horfir og nýtur stundarinnar. Og að þessu sinni hljómaði...
Litapalletta í snjó
Það er þetta þegar maður gengur úti á undur fallegum vetrardegi og dettur algjörlega í það að horfa á hvernig birtan fellur á snjóinn, alls konar. Ótrúlega fallegt.
Litapalletta við Grænahrygg
Gekk að Grænahrygg um daginn. Guðdómlegt og fjölbreytt landslag. Litirnir við Grænahrygg voru æðislegir.
Kertatíminn að hefjast
Það er alltaf einhver rómantík og sjarmi sem fylgir því að kveikja á kertum þegar fer að rökkva aftur á kvöldin eftir birtu sumarsins. Í kvöld klæddi ég mig í ullarpeysu og sokka, húfu og vettlinga. Vafði utan um mig þykku ullarteppi. Kveikti á kerti í luktinni á...
Jarðtenging
Það er gott að grafa tásurnar í sandinn og tengja sig við náttúruna. Sitja svo og hugleiða, finna fyrir tásunum í sandinum og tengja sig. Það er gott.
Berfætt úti að ganga
Ég las einhversstaðar um daginn að við værum mörg alltof lítið berfætt, værum alltaf í skóm og þróum stundum með okkur alls konar fótavesen. Ég hef náttúrlega haft þetta á bakvið eyrað síðan ég las þetta og í dag þegar ég var að ganga heim úr sundlauginni langaði mig...
Orkusteinar
Ég tek mér einn og einn fallegan stein þegar ég ferðast um landið. Fyrir mér eru þeir orkusteinarnir mínir. Þeir eru víða að og ég er með þá á tréplatta. Stundum tek ég einn í sitthvorn lófann við hugleiðslu, það er mjög gott.
Endurnýjun lífsins
Ég elska endurnýjun náttúrunnar, sem á sér stað á vorin. Svo undur fallegt að sjá gróðurinn lifna við, finna ilminn í loftinu, heyra fuglasönginn ... elska þann árstíma.
Bekkur að vetri og sumri
Bekkur í febrúar og svo í byrjun júní
Litapalletta í Búrfellsgjá
Gekk Búrfellsgjá um páskana í mildu og fallegu veðri. Litapallettan í hrauninu er svo töfrandi.
Horfðu upp í himinn
Í kvöldgöngunni settist ég við ánna og lagðist svo á bakið. Hlustaði á árniðinn og horfði upp í himininn, á falleg gul ský og söng.
Smá vor í lofti
Gangan í dag var fyrir andann. Hlustaði á fuglasönginn, horfði á fugla fljúga og endur að leik. Það er vor í loftinu hjá fuglunum. Ég stoppaði á miðri brú, horfði um stund á kröftuga strauma árinnar og söng upphátt fallegt lag, það var róandi og þægilegt. Gekk...
Úti í rigningu
Það er gaman að fara út í rigninguna og verða rennandi blaut(ur). Finna úðann leika um andlitið. Elsk´aða!